Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta

Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSLEIKAR Special Olympics í fótbolta fóru fram í lok maí og tókust þeir vel. Það var KR sem var umsjónaraðili leikanna í samstarfi við ÍF og KSÍ. Árið 2009 hófst samstarf ÍF og KSÍ við KR í þeim tilgangi að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR, sá um upphitun og Sveinn Jónsson, fyrrverandi formaður KR, setti leikana. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhentu verðlaun. Úrslit urðu þau að Ösp 1 hlaut gullið og Ösp 2 og Nes 1 fengu silfur, en liðin urðu jöfn að stigum. Önnur lið fengu brons en allir keppendur fá verðlaun á leikum Special Olympics.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar