17. júní 2009

17. júní 2009

Kaupa Í körfu

EINS og kunnugt er héldu landsmenn upp á 65 ára afmæli lýðveldisins með ýmsu móti í gær. Tugir þúsunda lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur, margir vopnaðir íslenska fánanum, gasblöðru eða brjóstsykurssnuði. Veðurguðirnir voru mannskapnum nokkuð hliðhollir, en lítið rigndi í höfuðborginni í gærdag. Fjöldi skemmtiatriða var í boði fyrir unga sem aldna víða um miðbæinn. Þá var hægt að skoða fornbíla, skemmta sér í leiktækjum og sjá landvættina holdi klædda í meðförum Götuleikhússins, svo fátt eitt sé nefnt. MYNDATEXTI Síungur Ómar Ragnarsson skemmti ungum sem öldnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar