Kristján Guðmundsson - Listasafn Íslands

Kristján Guðmundsson - Listasafn Íslands

Kaupa Í körfu

ÞEIR norrænu listamenn sem hljóta alþjóðlegu Carnegie-myndlistarverðlaunin sitja ekki við sama borð þegar að skattlagningu verðlaunanna kemur. Á Íslandi greiðir verðlaunahafi tekjuskatt og útsvar af verðlaunafénu, eins og lög gera ráð fyrir, en lög á hinum Norðurlöndunum kveða á um skattfrelsi sömu verðlauna. Þetta kemur fram í samtali við Jerker Lövgren, lögfræðing í Svíþjóð. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir frávik frá skattalögum á Íslandi óheppileg. Íslensk lög kveða þó á um skattfrelsi annarra norrænna verðlauna, en það eru verðlaun Norðurlandaráðs og Nóbelsverðlaunin. Kristján Guðmundsson myndlistarmaður hlýtur í ár fyrstu verðlaun Carnegie-myndlistarverðlaunanna, fyrstur Íslendinga. MYNDATEXTI Kristján Guðmundsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar