Veisla í hreiðri

Sigurður Ægisson

Veisla í hreiðri

Kaupa Í körfu

LÍKLEGA hefur hún í nógu að snúast þessi fálkamóðir enda fyrir þremur matgráðugum börnum að sjá. Raunar er það karlinn, sem sér um að draga björg í bú, en kerlan reytir bráðina og matreiðir ofan í ungana. Þeir verða fleygir á sex eða sjö vikum og munu því trúlega hleypa heimdraganum um miðjan júlí. Á fjölskyldan heima á ónefndum stað á Norðurlandi. Í íslenska fálkastofninum eru 1.000 til 1.500 fuglar. Verpir fálkinn um allt land en þó aðallega á Norðausturlandi. Þar er mest af rjúpu, sem er mikilvægasta fæða hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar