Icesave - mótmæli

Icesave - mótmæli

Kaupa Í körfu

Hörð gagnrýni á samninga SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í heitum umræðum á Alþingi í gær um Icesave-samningana, að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, hefði ákveðið að taka stærsta myntkörfulán Íslandssögunnar á kostnað þjóðarinnar. Þetta myndi tryggja veikt gengi krónunnar í fimmtán ár eða til 2024. Hann mun uppskera eins og bankarnir, sagði Sigmundur Davíð í lok ræðu sinnar og vitnaði til þess hvernig mikil útlán íslensku bankanna í erlendri mynt hefðu að lokum farið. MYNDATEXTI Mótmæli Nokkir tugir manna komu saman fyrir utan Alþingishúsið í gær þegar umræða um Icesave-samninga stjórnvalda við Breta og Hollendinga hófst. Skilaboðin frá því voru skýr: Þjóðin á ekki að borga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar