Afburðanemendur fá styrk í Háskóla Íslands

Afburðanemendur fá styrk í Háskóla Íslands

Kaupa Í körfu

ELLEFU afburðastúdentum, sem hefja nám í Háskóla Íslands næsta haust, voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ á dögunum. Um er að ræða styrki til nemenda sem hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum auk niðurfellingar 45 þúsund króna skráningargjalds. Alls bárust 119 umsóknir um styrkina og við val á styrkhöfum var litið til afburðaárangurs á stúdentsprófi en einnig voru lögð til grundvallar sjónarmið um virkni stúdents í félagsstörfum í framhaldsskóla auk árangurs á öðrum sviðum, svo sem í listum eða íþróttum. MYNDATEXTI Styrkir Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var stofnaður í fyrra en markmið hans að styrkja nýnema til náms við HÍ. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Símans og Happdrættis Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar