Seðlabankinn með vaxtaákvörðunarfund

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Seðlabankinn með vaxtaákvörðunarfund

Kaupa Í körfu

TVEIR nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu halda stýrivöxtunum óbreyttum hinn 3. júní síðastliðinn þegar síðasta ákvörðun nefndarinnar var tekin. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt var í gær. Nefndarmenn ræddu mögulega vaxtaákvörðun á bilinu frá óbreyttum stýrivöxtum til lækkunar um 2,0 prósentur. Meirihluti peningastefnunefndar greiddi síðan atkvæði með tillögu Sveins Haralds Øygards seðlabankastjóra, en hann lagði til að stýrivextir yrðu lækkaðir um 1,0 prósentu, niður í 12 prósent. MYNDATEXTI Bankastjórinn Meirihluti peningastefnunefndar var sammála Svein Harald Øygard um að lækka vextina um eina prósentu hinn 3. júní síðastliðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar