Flugsafn Íslands

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Flugsafn Íslands

Kaupa Í körfu

SKRÚFAN af fyrstu farþegaflugvél Íslendinga, Súlunni, var einn margra muna sem afhentir voru Flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu á föstudaginn. Við sama tækifæri var opnuð lítil sýning til heiðurs tveimur gömlum kempum, flugstjórunum Magnúsi Guðmundssyni og Smára Karlssyni og var báðum afhent heiðursskjal frá safninu fyrir framlag þeirra til flugs og flugsögu. Magnús er handhafi flugskírteinis númer 9 og Smári skírteinis númer 10. MYNDATEXTI Flugstjórar Magnús Guðmundsson, til vinstri, og Smári Karlsson, hægra megin, voru heiðraðir af Flugsafni Íslands og lítil sýning opnuð um þá. Á milli þeirra er Snorri Snorrason sem færði safninu ýmsar gjafir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar