Flugsafn Íslands

Skapti Hallgrímsson

Flugsafn Íslands

Kaupa Í körfu

SKRÚFAN af fyrstu farþegaflugvél Íslendinga, Súlunni, var einn margra muna sem afhentir voru Flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu á föstudaginn. Við sama tækifæri var opnuð lítil sýning til heiðurs tveimur gömlum kempum, flugstjórunum Magnúsi Guðmundssyni og Smára Karlssyni og var báðum afhent heiðursskjal frá safninu fyrir framlag þeirra til flugs og flugsögu. Magnús er handhafi flugskírteinis númer 9 og Smári skírteinis númer 10. MYNDATEXTI Gjöf Snorri færði safninu þennan fregnmiða sem fleygt var út úr Avro vélinni 1919 yfir Vestmannaeyjum. Lenda átti en hætt var við vegna hvassviðris og fregnmiðum því hent út. Mest fór í sjóinn en einir þrír miðar varðveittust, að sögn Snorra. Á þessum stendur: 20. 9. 1919. Kastað úr flugvél af kapteini Faber yfir Vestmannaeyjum og fundið á svonefndum Urðum. Sigurður Sigurðsson lyfsali.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar