Steingrímur Sigurgeirsson

Heiðar Kristjánsson

Steingrímur Sigurgeirsson

Kaupa Í körfu

Vínótekið, vinotek.is, er alhliða upplýsingavefur um mat og vín í eigu og umsjón Steingríms Sigurgeirssonar, sem hefur getið sér gott orð sem vín- og matarrýnir í gegnum árin. Hann hefur safnað að sér miklu efni í þessum málaflokkum og hefur þarna eignast samastað til að koma þessu á framfæri ásamt nýju efni. Þetta er gamall draumur sem ég hef loksins látið rætast. Í ár eru liðin 20 ár frá því að ég skrifaði fyrstu greinina mína í Morgunblaðið um vín. Ég byrjaði síðan að skrifa um mat og veitingahús í blaðið fyrir 15 árum þannig að það er vel við hæfi að vefurinn líti dagsins ljós núna, segir Steingrímur. Hann er jafnframt höfundur bókarinnar Heimur vínsins sem kom út árið 2000 og hefur einnig ritað fjölmargar greinar í innlend sem erlend tímarit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar