Hvalveiðar hafnar

Hvalveiðar hafnar

Kaupa Í körfu

ÁRSFUNDUR Alþjóðahvalveiðiráðsins hófst á portúgölsku eyjunni Madeira í gær. Búist er við að Ísland muni sæta mikilli gagnrýni fyrir hvalveiðar í atvinnuskyni, sem nú eru hafnar. Búið er að veiða 15 hrefnur og 4 langreyðar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Humberto Rosa, umhverfisráðherra Portúgals, að ekki sé víst að Evrópusambandið muni gera þá kröfu, í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland, að Íslendingar hætti hvalveiðum. MYNDATEXTI Unnið Tvær langreyðarkýr voru flensaðar í Hvalfirði sl. föstudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar