Ökuníðingur

Heiðar Kristjánsson

Ökuníðingur

Kaupa Í körfu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær 35 ára karlmann í gæsluvarðhald til næstkomandi mánudags en hann var handtekinn á sunnudagskvöld eftir ofsaakstur. Hann er m.a. grunaður um brot á lögum er varða almannahættu og manndráp og líkamsmeiðingar. Í fyrstu stóð til að vista manninn á stofnun en að endingu var ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds. Grunur leikur á að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og vímuefna. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu og það nokkrum sinnum. Þó svo að ekki hafi fengist skýringar á háttsemi mannsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er talið að viðskipti hans við lögreglumenn hafi valdið miklum ofsa í manninum sem hafi brotist út með þessum hætti. MYNDATEXTI Laskaður Ökuferð mannsins endaði á hliðinu við bílaplan lögreglu höfuðborgarsvæðisins við Hverfisgötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar