Götum lokað

Jakob Fannar Sigurðsson

Götum lokað

Kaupa Í körfu

UMHVERFIS- og samgöngusvið Reykjavíkur hefur samþykkt breytingar á umferð í miðborginni til að auka öryggi óvarinna vegfarenda. Merkustu breytingarnar eru þær að kaflar á þremur elstu götum borgarinnar, þ.e. Aðalstræti, Vesturgötu og Hafnarstræti, verða vistgötur. Í framhaldinu eru hugmyndir um að loka hluta Hafnarstrætis, a.m.k. á góðviðrisdögum og jafnvel alveg í framtíðinni. Þau áform eru tengd breytingum, sem ætlunin er að gera á Ingólfstorgi. MYNDATEXTI Lokað Í sumar verður Hafnarstræti lokað frá Aðalstræti að Vallarstræti, ekki verður hægt að keyra þessa götu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar