Hólmasund 12

Halldór Kolbeins

Hólmasund 12

Kaupa Í körfu

NÝJAR íbúðir á grónum svæðum vekja ávallt athygli, þegar þær koma á markað. Kostir þeirra eru m. a. þeir, að öll þjónusta er þá þegar til staðar í næsta nágrenni eins og verzlanir, bankar og pósthús og búið að reisa skólabyggingar, íþróttamannvirki og annað af því tagi. Jaðarsvæðin líða hins vegar gjarnan fyrir það fyrstu árin, að skortur er á nútímaþjónustu, þannig að sækja þarf hana út fyrir hverfið. Aðstöðu fyrir félagsstarfsemi er líka oft áfátt. Mikill áhugi á nýjum sérhæðum, sem nú eru hafnar framkvæmdir við á gamla Þróttarsvæðinu á horni Holtavegar og Sæbrautar, þarf því ekki að koma á óvart. Þar er að verki Guðleifur Sigurðsson byggingameistari. Um er að ræða efri og neðri sérhæðir, sem afhendast í júní á næsta ári. Þær eru 117-126 ferm. að stærð og með mismunandi útfærslum og skiptast í forstofu, hol, stofur, þrjú herbergi, eldhús, baðherbergi, geymslu, o. fl. MYNDATEXTI Guðleifur Sigurðsson byggingameistari og Þorleifur St. Guðmundsson, sölumaður hjá Eignamiðluninni, þar sem íbúðirnar eru til sölu. Jarðvinna stendur nú sem hæst, en íbúðirnar verða afhentar fullbúnar í júní á næsta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar