Trefjar - lúxustogari

Þorkell Þorkelsson

Trefjar - lúxustogari

Kaupa Í körfu

Trefjar í Hafnarfirði smíða "tog-snekkju" fyrir olíufursta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði hefur nú lokið við smíði á ærið óvenjulegu fleyi. Um er að ræða lystisnekkju fyrir olíufursta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en snekkjan en jafnframt togskip. Forsaga málsins er sú að á síðasta ári barst Trefjum fyrirspurn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum um hvort fyrirtækið gæti smíðað snekkju sem jafnframt væri útbúin til togveiða. Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Trefjum, segir að í fyrstu hafi fyrirspurnin ekki verið tekin mjög alvarlega. "Okkur varð hins vegar fljótt ljóst að hér var alvara á ferðum. Furstinn gerði þá kröfu að skipið gæti stundað togveiðar en væri þannig útbúið að þegar hann væri ekki að veiðum, væri búnaðurinn ekki fyrir gestum á dekki og því hægt að nota skipið eins og hefðbundna skemmtisnekkju."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar