Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Ragnar Axelsson

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Kaupa Í körfu

Samherji fær Útflutningsverðlaun forseta Íslands SAMHERJI hlaut í gær Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Er það í fimmtánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Í ræðu Páls Sigurjónssonar, formanns úthlutunarnefndar, í gær kom fram að Samherja hf. eru veitt verðlaunin fyrir að hafa náð sérlega góðum árangri í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi. "Fyrirtækið fer fremst í fylkingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Kraftur og áræðni einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur," að sögn Páls. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók við Útflutningsverðlaunum forseta Íslands úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær. Með þeim á myndinni eru Páll Sigurjónsson, formaður úthlutunarnefndar, og Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar