Björk og Sykurmolarnir með tónleika í Höllinni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Björk og Sykurmolarnir með tónleika í Höllinni

Kaupa Í körfu

ÞAR sem menn eru á annað borð komnir út á þann hála ís sem val á bestu íslensku plötu allra tíma er óneitanlega, má allt eins ganga alla leið og ímynda sér hvernig ofurgrúppa Íslands yrði skipuð. Svona æfingar eru að sjálfsögðu til gamans gerðar og þeim skal tekið með fyrirvara. Við val á meðlimum lá til grundvallar að hún væri ekki aðeins skipuð hæfum tónlistarmönnum heldur einnig skapandi meðlimum sem gæfu sveitinni breidd. Niðurstaða tónlistarblaðamanna Morgunblaðsins og gagnrýnanda er því þessi: Trommur: Gunnar Jökull Hákonarson. Hljómborð: Karl J. Sighvatsson. Gítar: Þorsteinn Magnússon. Bassi: Bragi Ólafsson. Söngur: Björk Guðmundsdóttir. Söngur: Bubbi Morthens.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar