Þórunn Jörgensen og Lína Langsokkur

Jim Smart

Þórunn Jörgensen og Lína Langsokkur

Kaupa Í körfu

Tíu þúsundasti gesturinn hitti Línu Í gær var haldin sérstök sýning á Línu Langsokki fyrir starfsmenn Morgunblaðsins og börn þeirra og skemmtu bæði börn og fullorðnir sér afskaplega vel.Í sýningarlok kom Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, fram á sviðið og tilkynnti að svo skemmtilega vildi til að í áhorfendaskaranum væri að finna tíu þúsundasta gestinn á leikritið sívinsæla. Reyndist hinn heppni gestur vera Þórunn Jörgensen, átta ára snót, og var henni vel fagnað af Línu Langsokki sem gaf henni stærðarinnar knús og blómvönd. Ekki var annað að sjá en vel færi á með þeim vinkonunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar