AMÍ á Akureyri

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

AMÍ á Akureyri

Kaupa Í körfu

EITT stærsta sundmót ársins fer fram á Akureyri þessa dagana. Tæplega 300 keppendur frá 15 sundfélögum taka þátt á Aldursflokkameistaramótinu, AMÍ. Mótið hófst í gær í sundlaug Akureyrar og stendur það yfir í fjóra daga. AMÍ er hluti af keppnisdagskrá Sundsambands Íslands en það er Sundfélagið Óðinn á Akureyri sem sér um framkvæmdina. Ásta Birgisdóttir formaður Óðins segir að AMÍ sé lokapunktur keppnistímabilsins hjá flestum keppendum og því ríki mikil eftirvænting í aðdraganda mótsins. Keppendur þurfa að ná ákveðnum lágmörkum í sínum keppnisgreinum til þess að fá keppnisrétt á AMÍ. Sundfólkið sem tekur þátt er á aldrinum 18 ára og yngri. Flestir eru þeir á aldrinum 11-18 ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar