Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

HALLAREKSTUR ríkissjóðs nemur 500 milljónum á hverjum einasta degi vikunnar, sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, á Alþingi í gær. Þetta þýddi að á hverju ári þyrfti hvert heimili í landinu að leggja til nálega tvær milljónir til að loka þessu gati. Helgi mælti fyrir meirihlutaáliti efnahags- og skattanefndar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum og sagði að með hinum mikla hallarekstri væru álögur lagðar á kynslóðir framtíðarinnar. Því yrði ekki undan því vikist að bregðast við með aðgerðum sem margar yrðu þungbærar. MYNDATEXTI Alþingi Það verður ærið verk fyrir þingheim að loka fjárlagagatinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar