Hjalti Karlsson

Helgi Bjarnason

Hjalti Karlsson

Kaupa Í körfu

REYNT er að laða villtan þorsk í gildrur með lyktarefni í stað þess að elta hann um allan sjó. Rannsókn sem hófst í fyrrasumar sýnir að fiskurinn bregst við tiltölulega lítilli lykt en rannsóknin á eftir að leiða í ljós í hversu miklum mæli hann dregst að í villtu umhverfi og hvort hagkvæmt er að nota gildrur til að fanga hann. Markmið verkefnisins er að leita hagkvæmra leiða til að fanga þorsk í gildrur. Það er byggt á beinum athugunum á því hvernig þorskur laðast að og veiðist í gildrur, og tilraunum með lyktargjafa. Niðurstöður verkefnisins verða notaðar til að þróa gildru til þorskveiða á opnu hafi. MYNDATEXTI Veiðarfæri Hjalti Karlsson stjórnar rannsókn á fiskveiðum í gildrur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar