Blaðamannafundur Barnaheilla.

Jakob Fannar Sigurðsson

Blaðamannafundur Barnaheilla.

Kaupa Í körfu

BARNAHEILL og Ríkislögreglustjóri (RLS) undirrituðu í fyrradag samning um að RLS taki yfir umsjón og forvinnslu ábendinga sem berast ábendingalínu Barnaheilla. Um línuna er hægt að tilkynna um ofbeldi gegn börnum á netinu og er hún hluti verkefnis Barnaheilla, Stöðvum barnaklám á Netinu. Einnig skrifuðu RLS og Barnaheill undir samkomulag við Heimili og skóla um samvinnu varðandi öryggi barna á netinu og forvarnir á því sviði. MYNDATEXTI Undirritun (F.v.) Helgi Ágústsson, formaður Barnaheilla, Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar