Gunnar I. Birgisson

Gunnar I. Birgisson

Kaupa Í körfu

ÉG held að helsta skýringin sé sú að komin er upp allt önnur staða og viðhorf í samfélaginu eftir efnahagshrunið. Í andrými dagsins í dag þykir allt tortryggilegt, segir Gunnar I. Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri í Kópavogi. Gunnari þykja pólitískir andstæðingar sínir og fjölmiðlar hafa farið offari í málinu. Hann segir vonlaust að verjast áhlaupi af þessu tagi. Þetta er eins konar múgsefjun. Það er bara keyrt á mann án þess að maður fái rönd við reist. Þetta hefur verið mikið álag á fjölskylduna, konu mína og ekki síst dóttur, sem komin er sjö mánuði á leið. Hún hefur tekið þetta mjög nærri sér. Fyrirtæki hennar hefur beðið verulegan hnekki af þessu máli og óvíst að hún geti starfað áfram í faginu. MYNDATEXTI Gunnar I. Birgisson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar