Mótorhjólaferð í Landmannalaugar

Mótorhjólaferð í Landmannalaugar

Kaupa Í körfu

Hvað gera ferðamaður sem hefur gaman af því að hjóla og mótorhjólamaður sem hefur yndi af því að ferðast? Þeir taka saman höndum og setja á laggirnar ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðamennsku á mótorhjólum. Það gerðu alltént bræðurnir Sverrir og Haukur Þorsteinssynir hjá Blue Mountain Adventure Tours, nýlegu fyrirtæki sem hefur sérstöðu í ferðaþjónustu á Íslandi. Grunnurinn í starfi ferðaskrifstofunnar er að skipuleggja mótorhjólaferðir um landið og þegar hún efndi til hópferðar í Landmannalaugar á dögunum þurfti ekki að segja Árna Sæberg, ljósmyndara Morgunblaðsins, það tvisvar. Hann skellti sér með. MYNDATEXTI Hvíld Nauðsynlegt er fyrir hjólreiðamenn að staldra við með jöfnu millbilli, hvíla sig og njóta náttúrunnar. Sverrir er hér fremstur ásamt Einari bróður sínum en fyrir tveimur árum fóru þeir saman í heimsreisu á hjólum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar