Brákarhátíð í Borgarnesi

Brákarhátíð í Borgarnesi

Kaupa Í körfu

ÞORGERÐUR brák var ambátt Skallagríms og fóstra Egils. Hún var mikil fyrir sér, sterk sem karl og fjölkunnug mjög. Skallagrímur reiddist henni ákaflega er hún varði son hans í deilum þeirra feðga. Lagði hún á flótta og fleygði sér til sunds þar sem nú heitir Brákarsund. Skallagrímur kastaði steini í höfuð henni og voru dagar hennar þar með taldir, þar til nú! Brúðan Brák, sem gerð var af brúðugerðarmeistaranum Bernd Ogrodnik og krökkum í vinnuskóla Borgarness, var tákn Brákarhátíðar sem haldin var í Borgarnesi á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar