Íslandsmót ungmenna í hestaíþróttum

Íslandsmót ungmenna í hestaíþróttum

Kaupa Í körfu

VALDIMAR Bergstað úr hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík, sigraði um helgina í fimmgangi og gæðingaskeiði á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum, á hestinum Orion frá Lækjarbotnum. Valdimar varð fjórfaldur Íslandsmeistari að þessu sinni, en hann sigraði í tölti á hestinum Leikni frá Vakurstöðum, en það er hestur úr ræktun fjölskyldu hans. Valdimar sigraði einnig í samanlögðum fimmgangsgreinum, en það er samanlögð einkunn úr forkeppni í tölti, gæðingaskeiði og fimmgangi. MYNDATEXTI Íslandsmeistari Valdimar Bergstað með bikarana. Þátttaka var nokkuð góð á Íslandsmóti ungmenna, en 302 keppendur tóku þátt á um 500 hestum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar