Fjölnir - Fram

Fjölnir - Fram

Kaupa Í körfu

RÓÐUR Fjölnismanna í Pepsi-deild karla þyngist enn eftir að botnliðið tapaði jöfnum leik gegn Fram í Grafarvoginum í gærkvöldi. Lið Fjölnis, sem komist hefur í bikarúrslit síðustu tvö árin, er á botni deildarinnar með aðeins 4 stig. Lífseig er sú kenning að annað árið sé erfitt hjá nýliðum í efstu deild og Fjölnismenn virðast ætla að gefa þeirri kenningu byr undir báða vængi. Þeir léku vel á löngum köflum í fyrra og voru ekki í teljandi fallhættu. Eftir að hafa misst fjöldann allan af leikmönnum úr hópnum í vetur er ljóst að liðið er mun veikara í ár. MYNDATEXTI Einbeittir Gunnar Már Guðmundsson, Kristján Hauksson, Tómas Leifsson, Ingvar Ólason og Heiðar Geir Júlíusson með augun á knettinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar