Úthlutun úr sjóði Selmu og Kay Langvads

Úthlutun úr sjóði Selmu og Kay Langvads

Kaupa Í körfu

AUÐUR Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, fékk í gær 1,7 milljóna króna styrk til að rannsaka sögu Dana á Íslandi á fyrstu sex áratugum síðustu aldar. Sjóður Selmu og Kay Langvads veitir styrkinn en verkefnið nefnist Á mótum danskrar og íslenskrar menningar, Danir á Íslandi 1900-1970. Verkefnið hefur áður hlotið styrk frá Rannís til þriggja ára. MYNDATEXTI Styrkveiting Í aftari röð eru (f.v.) Christina Folke Ax, Þóra B. Hjartardóttir, Íris Ellenberger, Hafliði P. Gíslason. Fremri röð: Guðmundur Jónsson, Auður Hauksdóttir, Kristín Ingólfsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar