Flugvél nauðlent

Halldór Sveinbjörnsson

Flugvél nauðlent

Kaupa Í körfu

FLUGMAÐUR lítillar eins hreyfils flugvélar sá sig nauðbeygðan til að lenda á Djúpveginum þar sem flugvöllurinn á Ísafirði var lokaður vegna svartaþoku. Vélinni lenti hann nærri bænum Ögri og bankaði þar upp á stuttu síðar. Heimafólk á bænum sagði í samtali við Morgunblaðið að lendingin hefði gengið giftusamlega. Flugmaðurinn hefði skoðað aðstæður gaumgæfilega áður en hann tók þá ákvörðun að lenda og voru engir bílar nálægir og engin hætta á ferðum. Bar hann við að Djúpvegur hefði verið eini bletturinn í öllu Djúpinu sem ákjósanlegt hefði verið að lenda á. MYNDATEXTI Utan vegar Flugmaðurinn dró vél sína út fyrir veginn eftir lendingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar