Styrkur frá Alcoa

Skapti Hallgrímsson

Styrkur frá Alcoa

Kaupa Í körfu

SAMFÉLAGSSJÓÐUR Alcoa í Bandaríkjunum veitti í gær Háskólanum á Akureyri 52.500 dollara styrk – 6,7 milljónir – til að hrinda úr vör nýsköpunarverkefni sem hefur hlotið heitið Norðursprotar. Alcoa á Íslandi, Háskólinn á Akureyri og Impra Nýsköpunarmiðstöð efndu síðla vetrar til samstarfs um verkefnið, sem er ætlað að styðja nýsköpunarhugmyndir einstaklinga í atvinnuleit á Norðausturlandi og geta leitt til frekari atvinnutækifæra í landshlutanum. MYNDATEXTI Sprotar Tómas Már Sigurðsson afhendir Þorsteini Gunnarssyni styrkinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar