Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

Lánveitanda sem veitir lántaka lán gegn veði í fasteign er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum verðmætum lántaka en veðinu. Krafa lánveitanda á hendur lántaka skal því falla niður ef andvirði veðsins sem fæst við nauðungarsölu nægir ekki til greiðslu hennar. Þetta er megininntakið í frumvarpi til laga, sem sex þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum hafa lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en meðflutningsmenn hennar eru úr sama flokki og hún, Borgarahreyfingunni og Framsóknarflokknum. MYNDATEXTI Aukin óvissa Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir líklegt að óvissa lánveitenda aukist verði frumvarpið að lögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar