Sjóminjasafnið

Heiðar Kristjánsson

Sjóminjasafnið

Kaupa Í körfu

Við Grandagarð í Reykjavík vex og dafnar afar merkilegt safn um íslenskan sjávarútveg. Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík var formlega stofnað árið 2004 og fyrsta sýningin var haldin 2005. Á þeim tíma var safnið starfrækt í 300 fermetra húsnæði en í dag er sýningarplássið um 1.200 fermetrar. Brátt verður jafnframt opnað kaffihús í safninu með mögnuðu útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík. MYNDATEXTI Höfnin Á Sjóminjasafninu geta gestir upplifað hvernig það var að ganga niður landganginn á farþega- og flutningaskipinu Gullfossi 1, sem sjósett var árið 1915, og stíga niður á gömlu bryggjuna í Reykjavík. Þar ríkti jafnan sérstök stemmning enda var höfnin á þeim tíma helsta lífæð Reykjavíkur. Fyrsta sýningin á Sjóminjasafninu var opnuð árið 2005 og safnið hefur vaxið ört síðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar