Nýjasta vél Landhelgisgæslunnar kemur til landsins

Nýjasta vél Landhelgisgæslunnar kemur til landsins

Kaupa Í körfu

TF-SIF, ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 15:00 í gær. Þyrlur Gæslunnar, TF-LÍF og TF-GNÁ, fylgdu vélinni síðasta spölinn. Landhelgisgæslan segir að með komu nýju flugvélarinnar aukist mjög tækifæri til leitar á sjó og landi auk þess sem nýir möguleikar opnist á sviði almannavarna. Þessi vél skiptir sköpum fyrir okkur. Þetta er eins og að skipta úr ritvél yfir í tölvu slíkur er munurinn, segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar