Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

SKRIFAÐ hefur verið undir samning þess efnis að veiðar fyrir löndum Hólmavaðs og Ytra-Fjalls í Laxá í Aðaldal færist yfir í svokallaðar Nesveiðar. Árni Pétur Hilmarsson, talsmaður Nestorfunnar, sagði þá geta boðið upp á níu stanga veiðisvæði eftir þessar breytingar. Þetta breytir öllu fyrir okkur. Það var skarð fyrir skildi þegar við misstum Núpasvæðið. Þá fækkaði stöngunum hjá okkur úr átta í sex. Hann sagði það hafa verið svakalegt högg fyrir félagið, ekki síst fyrir reksturinn á veiðihúsinu, en nánast vonlaust sé að reka það með sama fastakostnaði þegar 30% fækkun sé á viðskiptavinum. MYNDATEXTI Veiðimaður við Hólmavaðsstíflu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar