Eimskipafélag Íslands - Aðalfundur

Eimskipafélag Íslands - Aðalfundur

Kaupa Í körfu

Margir stórhuga athafnamenn eru umdeildir. Nýi erlendi hluthafi Eimskips, fyrirtækið Yucaipa með um þriðjungshlut, sem Ronald Burkle (57 ára) fer fyrir, er þar engin undantekning, ef marka má erlenda fjölmiðla. Forbes metur auð hans á 3,5 milljarða dollara og hann er góður vinur Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur t.d. flogið í þotu Bandaríkjaforseta, Air Force 2. Ekki nóg með það, því Burkle er yfirmaður Clintons, réð hann nefnilega sem ráðgjafa hjá tveimur fjárfestingarsjóðum í sinni eigu. MYNDATEXTI Stjörnulögfræðingar í vinnuferð Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskips, og Gylfi Sigfússon hafa stýrt fyrirtækinu á mjög erfiðum tímum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar