Fylkir - ÍBV

Fylkir - ÍBV

Kaupa Í körfu

LEIKUR Fylkis og ÍBV í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gær verður ekki lengi í minnum hafður, nema helst í hugskoti Eyjamanna, sem geta heldur betur skammast sín fyrir frammistöðu sína, eða öllu heldur skort á frammistöðu í leiknum. Þeir töpuðu leiknum á fyrstu 20 mínútunum, er þeir fengu á sig tvö keimlík klaufamörk og sáu þeir aldrei til sólar eftir það, þrátt fyrir ágætis veðurskilyrði í Árbænum. Þriðja markið var hinsvegar afar fallegt á að horfa, og með slík vopn í hendi þurfa lærisveinar Ólafs Þórðarsonar ekki að kvíða framhaldinu, enda liðið á feikilegri siglingu og til alls líklegt. MYNDATEXTI Samloka Fylkismennirnir Theódór Óskarsson og Valur Fannar Gíslason höfðu góðar gætur á Eyjamönnum í gær eins og sést á myndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar