Landsliðsæfing fótbolti

Landsliðsæfing fótbolti

Kaupa Í körfu

RAGNAR Sigurðsson knattspyrnumaður og miðvörður hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Gautaborg var í gær valinn í úrvalslið fyrstu tólf umferðanna í deildinni hjá Dagens Nyheter. Gautaborg hefur gengið vel það sem af er sumri og er í efsta sæti deildarinnar með þriggja stiga forskot á Elfsborg og hefur Ragnar verið fastamaður í vörn liðsins og staðið sig frábærlega enda segir í umsögn DN að Ragnar sé besti miðvörður deildarinnar. Hann hefur hins vegar átt erfitt með að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. MYNDATEXTI Bestur Ragnar Sigurðsson er sagður besti miðvörðurinn í Svíþjóð í dag og stefnir á einn titil enn með IFK Gautaborg. Hann hefur ekki náð að tryggja sér fast sæti í landsliðinu þrátt fyrir gott gengi með liði sínu í hálft þriðja ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar