Stefán Karl leikari

Jakob Fannar Sigurðsson

Stefán Karl leikari

Kaupa Í körfu

Hún sest upp í bílinn með spurningar, upptökutæki og geisladisk. Setur geisladiskinn í tækið í bílnum, biður um ákveðin lög. Sum vill hún hlusta á oftar en önnur. Hún æfir sig aftur og aftur að lesa upp spurningar með undirspili tónlistarinnar í bílnum. Henni stekkur varla bros. Segist vera svolítið kvíðin en ekkert mjög. Hún er á leið sinni að hitta mann sem hún hefur horft á í sjónvarpinu síðan hún man eftir sér. Maðurinn heitir Stefán Karl Stefánsson en hún þekkir hann sem Glanna glæp. Hún er 9 ára blaðamaður Barnablaðsins og heitir Eydís Elfa Örnólfsdóttir. MYNDATEXTI Trillukarl Stefán Karl segir Eydísi Elfu að hann hafi alltaf ætlað að verða trillukarl en bara óvart endað sem leikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar