Hallgrímskirkja

Jakob Fannar Sigurðsson

Hallgrímskirkja

Kaupa Í körfu

STEFNT er að því að byrja að rífa efstu vinnupallana við Hallgrímskirkju í vikunni. Svokallaður millimúr er kominn á turninn en eftir er að kústa með hvítum múr. Sú vinna hefst efst og eftir því sem endanleg áferð fæst og múrararnir vinna sig niður, verða vinnupallarnir fjarlægðir jafnóðum. Toppur turnsins fer því að sjást von bráðar en kústuninni verður ekki lokið fyrr en í haust. Búist er við að síðustu stillansarnir hverfi í október eða nóvember. MYNDATEXTI Endurbætur Mikið hefur mætt á Tómasi Tómassyni, verkfræðingi hjá Ístaki, og Jóhannesi Pálmasyni, formanni sóknarnefndar, við endurbæturnar á kirkjunni. Verkið reyndist mun umfangsmeira en reiknað var með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar