Aron Gunnarsson

Kristján Kristjánsson

Aron Gunnarsson

Kaupa Í körfu

ÞÓRSARAR tefla fram mörgum ungum leikmönnum í meistaraflokksliði sínu í handknattleik. Sá yngsti kom fram í sviðsljósið í óvæntum sigurleik Þórs gegn Val á fimmtudagskvöldið. Það er hinn 15 ára Aron Einar Gunnarsson, sem er enn leikmaður í 4. flokki. Aron verður 16 ára 22. apríl. Þess má geta að bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson, 18 ára, leikur einnig með Þórsliðinu og skoraði hann tvö mörk gegn Val. Pabbi þeirra, Gunnar Malmquist, lék á árum áður með Þórsliðinu. MYNDATEXTI: Aron Gunnarsson, 15 ára Þórsari, í sínum fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmótinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar