Bjarni Har

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Bjarni Har

Kaupa Í körfu

Slétt 90 ár eru um þessar mundir frá því að Haraldur Júlíusson opnaði samnefnda verslun við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki. Haraldur hóf sinn eigin rekstur sumarið árið 1919, eftir að hafa verið verslunarstjóri hjá Kristni P. Briem kaupmanni í sjö ár. Keypti Haraldur hús við Aðalgötuna sem áður hafði m.a. hýst úra- og gullsmíðaverkstæði Franks Michelsens, Gistihúsið Baldur og þar áður barnaskólann á Sauðárkróki. MYNDATEXTI Við vigtina Bjarni Haraldsson hefur staðið vaktina í níræðri krambúðinni í 50 ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar