Úr turni Hallgrímskirkju

Úr turni Hallgrímskirkju

Kaupa Í körfu

ÚTSÝNIÐ úr Hallgrímskirkjuturni er fallegt. Nú fer turninn sjálfur að verða fallegri því að stefnt er að því að byrja að rífa efstu vinnupallana við kirkjuna nú í vikunni. Eftir er að kústa svokallaðan millimúr með hvítum múr og verða vinnupallarnir fjarlægðir jafnóðum og múrararnir vinna sig niður. Kústuninni lýkur í haust og er búist við að síðustu vinnupallarnir hverfi í október eða nóvember. Turninn var tekinn í notkun 1974.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar