Refir í Langadal í Þórsmörk

Refir í Langadal í Þórsmörk

Kaupa Í körfu

SKÁLAVERÐIR í Langadal í Þórsmörk halda nú óvenjuleg gæludýr þriðja sumarið í röð. Þær Frigg og Freyja vekja enda töluverða athygli ferðamanna sem búast sennilega ekki við því að sjá yrðlinga gægjast undan skálapallinum þegar barið er að dyrum. Að sögn Brodda Hilmarssonar, skálavarðar í Skagfjörðsskála, koma sumaryrðlingarnir frá tófuskyttu. Í stað þess að drepa þá fáum við að ala þá upp hér á sumrin til gamans. MYNDATEXTI Geisp! Systurnar brostu sínu blíðasta til ljósmyndara Morgunblaðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar