Umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum

Kaupa Í körfu

ÁREKSTURINN varð um miðjan dag, um 150 metra inni í göngunum norðanverðum. Tildrög slyssins eru að ýmsu leyti óljós en lítilli Toyota Yaris-fólksbifreið var ekið fyrir flutningabílinn og rákust þeir harkalega saman. Hámarkshraði í göngunum er 70 km á klukkustund. Klippa þurfti 28 ára konu út úr flaki fólksbílsins en þrátt fyrir að illa liti út í fyrstu slapp hún með minniháttar líkamleg meiðsli. MYNDATEXTI Heppin Toyota Yaris-bifreið konunnar er gjörónýt eftir áreksturinn. Hún slapp öllu betur; með skrámur og mar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar