Hveragerði / Iðavellir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hveragerði / Iðavellir

Kaupa Í körfu

Gestir geta sett sig inn í hina fornu heimsmynd norrænna manna á sýningunni Urðarbrunni á Iðavöllum í Hveragerði. Á staðnum sem er betur þekktur sem Eden og hefur verið einn helsti viðkomustaður ferðafólks hefur verið komið upp setri norrænnar goðafræði. Sýningin Urðarbrunnur er hryggjarstykkið í starfseminni og hún verður opnuð formlega á morgun, fimmtudag. MYNDATEXTI Félagsskapur Kristín Ragna Gunnarsdóttir, höfundur myndanna, og Ingunn Ásdísardóttir, hugmyndahöfundur sýningarinnar, í góðum félagsskap í Urðarbrunni. Á milli þeirra er mynd af Nirði sem ræður fyrir göngu vinds og stillir sjá og eld. Á hann skal heita til sæfara og til veiða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar