Frakkland - Ísland

Frakkland - Ísland

Kaupa Í körfu

FRANSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sem mætir Íslandi í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Finnlandi þann 24. ágúst, leikur tvo vináttulandsleiki áður en keppnin hefst. Franska liðið fær Japan í heimsókn þann 1. ágúst og tekur á móti Skotlandi 12. ágúst en leikið er í frönsku bæjunum Montargis og Chartres. Bruno Bini, þjálfari Frakka, hefur þegar valið 22 leikmenn fyrir keppnina, þar af 20 sem leika með frönskum liðum. Tvær koma síðan úr bandarísku atvinnudeildinni, Sonia Bompastor sem leikur með Washington Freedom og Camille Abily sem leikur með Los Angeles Sol. MYNDATEXTI Mótherjar Sonia Bompastor og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í leik Frakklands og Íslands síðasta haust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar