Biskup blessar krossinn á Hallgrímskirkju

Jakob Fannar Sigurðsson

Biskup blessar krossinn á Hallgrímskirkju

Kaupa Í körfu

KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fór efst í Hallgrímskirkjuturn í blíðskaparveðri í gær. Þar blessaði biskupinn krossinn og þá sem hafa unnið að endurbótum á múrklæðningu turnsins. Starfsmenn Ístaks eru byrjaðir að setja ljósleitan múr utan á turninn. Vonast er til að síðustu pallarnir verði fjarlægðir í október eða nóvember. Biskup sagðist vona að næsta kynslóð þyrfti ekki að hafa áhyggjur af múrskemmdum í turninum og þakkaði þeim sem þar hafa unnið gott starf. Hann bætti því við í hálfkæringi að helst hefði hann viljað bregða sér alveg upp á krossinn en blaut múrhúðin kom í veg fyrir allt klifur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar