Landsmót UMFÍ

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Landsmót UMFÍ

Kaupa Í körfu

LANDSMÓT Ungmennafélags Íslands eru ótrúlega skemmtilegar samkomur. Þar ægir saman ólíklegustu greinum, handbolta, sundi, golfi, fótbolta, stökkum, hlaupum og köstum, dráttarvélaakstri, pönnukökubakstri og jurtagreiningu. Og er þá fátt eitt nefnt. Í gegnum tíðina hafa þær raddir oft heyrst, að eitthvað sé hallærislegt við Landsmót UMFÍ; sveitó! Mér finnst líklegt að sá, sem heldur því fram, hafi ekki komið á landsmót. Það hlýtur bara að vera. MYNDATEXTI Samferða Engu líkara er en þarna sé ein kona á ferðinni í 200 m hlaupi, en þrír skuggar leiða sannleikann í ljós. Stúlkurnar eru, frá vinstri, Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, Hugrún Björk Jörundsdóttir úr ÍBH og Guðbjörg Rúnarsdóttir. ÍBH.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar