Bruni í Sorpu á Álfsnesi

Heiðar Kristjánsson

Bruni í Sorpu á Álfsnesi

Kaupa Í körfu

ELDUR kviknaði í sorphaugunum í Álfsnesi í gærmorgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vann að því að slökkva eldinn ásamt starfsfólki Sorpu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru engar byggingar á svæðinu í hættu. Eldurinn kviknaði í rusli á haugunum og það rauk úr um 60-80 fermetra stóru svæði. Líklegt er talið að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða og er það ekki í fyrsta sinn sem hún veldur bruna í haugunum. Hitinn undanfarið kann að eiga sinn þátt í íkveikjunni. Nokkuð var um að hringt væri í slökkvilið vegna reyksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar