Þingvellir - Valhöll brunnin

Þingvellir - Valhöll brunnin

Kaupa Í körfu

ÉG tel ekki sjálfgefið að þarna eigi að endurbyggja hótel í þeirri mynd sem er í dag, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar leitað er eftir afstöðu hennar til uppbyggingar Hótel Valhallar að nýju eftir brunann í fyrradag. Mér var brugðið, eins og öðrum, þegar mér bárust þessar fréttir síðdegis í gær [fyrradag]. Þingvellir eru þjóðgarður og helgur staður í sögu þjóðarinnar, einstakur að mörgu leyti. Valhöll hefur verið stór hluti af sögunni í þjóðgarðinum, segir Jóhanna. MYNDATEXTI Vatnsöflun Slökkviliðsmenn dældu vatni úr Öxará og Þingvallavatni þegar þeir reyndu að slökkva eldinn í Valhöll.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar